Loading...
Home 2023-12-30T20:50:34+00:00

Grýtubakki 1 er rúmgott, mikið endurnýjað og huggulegt einbýlishús á samnefndri jörð, sem hentar jafnt fjölskyldum sem og smærri hópum

Húsið er búið öllu því sem gerir dvölina sem notalegasta. Eigendur hússins leggja áherslu á hreinlæti og virðingu gagnvart eigninni og því eru reykingar og gæludýr ekki leyfð.

Mögulegt er að leigja aðeins jarðhæðina með gistirými fyrir 8 manns, einnig er hægt að leigja neðri hæð og þá er gistirými fyrir allt að 13 manns.

Verð:

Verð per nótt á jarðhæð er 45.000 kr. en allt húsið, þar með talið neðri hæð á 65.000 kr.

STAÐSETNING & AÐSTAÐA

Húsið er búið öllu því sem gerir dvölina sem notalegasta. Í húsinu er að finna tvö baðherbergi, rúmgott eldhús með borðbúnaði ásamt öllum helstu tólum og tækjum, borðstofu, sjónvarpshol, heitan pott, grill og uppábúin rúm í öllum svefnherbergjum.

Stutt er til Grenivíkur aðeins 3,5 km þar sem hægt er að sækja sér þjónustu, svo sem sundlaug, verslun og veitingahús. Grýtubakkahreppur er falleg og friðsæl sveit. Svæðið er sögulegt og skartar fjölbreyttri og fallegri náttúru sem einkennist meðal annars af fjölbreytilegu gróðurfari og miklu fuglalífi. Staðurinn er því paradís fyrir náttúruunnendur hvort sem menn kjósa að fara í gönguferðir, veiðiferðir eða lautaferð með fjölskyldunni og njóta friðsældarinnar. Meðal fjalla í byggðarlaginu sem ögrandi eru að klífa má nefna Kaldbak, Blámannshatt og Laufáshnjúk. Gömlu byggðirnar á Látraströnd og í Fjörðum hafa að geyma stórkostlega fjallasýn sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar

Hér má finna nánari upplýsingar um Grýtubakka 1. Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar, vinsamlegast hafðu samband með því að senda tölvupóst á netfangið olofbr@gmail.com

Grýtubakki er í um 25-30 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Við óskum eftir því að gestir okkar séu farnir um hádegi, nánar tiltekið klukkan 12:00. Ef gestir óska þess að vera lengur vinsamlegast hafið þá samband í síma  846-9699.

Hægt er að greiða með banka millifærslu eða staðgreiða við komu.

Gestir geta fengið lykla að húsinu afhenta milli klukkan 17:00 og 23:00.
Þrif á eigninni eru innifalin í verðinu en við mælumst eftir sem áður til þess að gestir okkar skilji við eignina á sómasamlegan hátt.

BÓKA GRÝTUBAKKA 1

Til þess að bóka gistingu á Grýtubakka, sem og fyrir aðrar fyrirspurnir, er hægt að senda tölvupóst á netfangið olofbr@gmail.com eða hringja í síma 846-9699. Við förum yfir allar beiðnir sem berast okkur á tölvupósti eins fljótt og auðið er og sendum í kjölfarið staðfestingu um hvort eignin sé laus eður ei.